Um okkur

Bakkaflöt hefur siglt með gesti frá árinu 1993. Við erum fjölskyldufyrirtæki og stolt okkar er persónuleg þjónusta og framúrskarandi aðstaða.

Um okkur

Bakkaflöt hefur siglt með gesti frá árinu 1993. Við erum fjölskyldufyrirtæki og stolt okkar er persónuleg þjónusta og framúrskarandi aðstaða.

Sagan okkar

 

Bakkaflöt opnaði formlega gistiheimili í júní 1987.
Þá voru einungis 5 herbergi og veitingasalur. Í dag eru herbergin 18 í aðalhúsinu, 7 smáhýsi og 2 bústaðir, ásamt tjaldstæði, lítilli sundlaug og heitum pottum.
Árið 1993 komu Björn Gíslason og Vilborg Hannesdóttir til þess að kanna með siglingar á jökulsánum í Skagafirði. Þau voru stofnendur Bátafólksins sem var með siglingar frá Hvítá og gert var útfrá Drumboddsstöðum.
Uppfrá þessu var byrjað að sigla niður þessar ár og var samstarfið til 2002 milli Bakkaflatar og Bátafólksins þar til Bakkaflöt tók yfir siglingarnar og hét þá Bakkaflöt Flúðasiglingar. Björn Gíslason lést af slysförum árið 2000.
Á síðustu árum hefur meiri afþreying bæst við, litbolti, loftbolti, þrautabraut og kayak ferðir niður Svartá.
Bakkaflöt Flúðasiglingar er fjölskyldurekið fyrirtæki og hafa nú systkinin Finnur og Signý komið inn í fyrirtækið. Við erum stolt af því að fá til okkar sama starfsfólkið ár eftir ár bæði erlendis frá og innanlands.

Starfsfólkið okkar

Bakkaflöt flúðasiglingar leggja uppúr skemmtilegri leiðsögn í hæsta gæðaflokki. Allir leiðsögumennirnir okkar eru með alþjóðlega vottun og erum við með flúðasiglinga sérfræðinga frá Nepal, með reynslu sem er einstök hér á landi.

KLARA AND SIGGI

KLARA AND SIGGI

Byrjuðu að byggja upp Bakkaflöt árið 1986. Voru áður bændur í Laugardal

RABI SHRESTHA

RABI SHRESTHA

Byrjaði að vinna við rafting árið 2005 í Nepal. Hann hefur verið hjá okkur frá því 2017.

MILAN GURUNG

MILAN GURUNG

Byrjaði að vinna við rafting árið 2014 í Nepal. Hann kom til okkar árið 2023.

BIKRAM GURUNG

BIKRAM GURUNG

Instructor

Bikram byrjaði að vinna við rafting í Nepal árið 2010. Hann hefur verið hjá okkur síðan 2018

SURAJ GURUNG

SURAJ GURUNG

Suraj byrjaði að vinna við rafting í Nepal árið 2012. Hann kom til okkar árið 2016

HÖRÐUR HLÍFARSSON

HÖRÐUR HLÍFARSSON

He is the chef at Bakkaflöt. His interest is in snowboarding, running/off-road running, cooking, and baking.
He has been working with us since 2014.

ANNA OG CEZARY KASPERKIEWICZ

ANNA OG CEZARY KASPERKIEWICZ

Anna kom fyrst árin 2016 til 2018. Síðan 2023 komu þau bæði hjónin og koma aftur 2024. Þau búa í Póllandi, Bukowno rétt fyrir utan Krakow.

FINNUR SIGURÐARSON

FINNUR SIGURÐARSON

Finnur er búinn að vera viðloðandi Bakkaflöt allt sitt líf. Er bílstjóri, raftguide og allt þar á milli.

SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR

SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR

Signý sér aðallega um skrifstofuna en hleypur líka í allt annað eftir þörfum.

JOLA KLEK

JOLA KLEK

Jola var hjá okkur 2017 og 2018 og kom svo aftur 2023 og 2024. Hún er í þrifum, móttöku, veitingastaðnum og eldhúsinu. Hún býr í Kedzierzyn-Kozle í Póllandi.

NARESH GURUNG

NARESH GURUNG

Naresh byrjaði í rafting árið 2013 í Nepal. Hann kom svo til okkar árið 2017.

Monika Matuszewska

Monika Matuszewska