VELKOMIN Á

Fjölskyldu

RIVER RAFTING
& GISTING

Miðlar

Netfang

Bóka

núna

Staðsetning

Bakkaflöt, 560 Varmahlíð, Iceland

VELKOMIN Á

Fjölskyldu

RIVER RAFTING
& GISTING

Miðlar

Netfang

Bóka

núna

Staðsetning

Bakkaflöt, 560 Varmahlíð, Iceland

Erfiðleikastig

2 + stig af 5.

Lengd ferðar

3 – 4 tímar

Aldurstakmark

Aldurstakmark 12 ára ( 8 ára í fylgd með foreldrum ef aðstæður leyfa) 

Brottfarir

Daglega kl 9:30 og 14:00

Verð

Fullorðnir 16500 kr.
Börn 9-12 ára: 9750 kr.

Fjölskyldu flúðasigling í Vestari Jökulsá

Frábær skemmtun fyrir alla hópa og fjölskyldur.

Aldurstakmark 12 ára (8 ára í fylgd með foreldrum ef aðstæður leyfa).

Ferðin hefst á undirbúningi í bátahúsinu á Bakkaflöt. Gestir klæðast viðeigandi búnaði og öll öryggisatriði eru yfirfarin. Búnaður: Blautbúningur, jakki, blautskór, björgunarvesti og hjálmur. Þá tekur við 25 mínútna akstur að Goðdölum þar sem farið í ána. Þar fer leiðsögumaður vel yfir öll öryggisatriði. Þá er farið yfir hvernig á að róa og hvernig á að bera sig að ef einhver fellur í ána.

Siglingin tekur um eina og hálfa klukkustund. Við siglum niður ána, sem fellur um stórbrotið gljúfrið, þar sem enginn verður ósnortinn. Allir fá tækifæri á að stökkva fram af 1,5 eða 3,5 metra háum klettum. Siglingin endar á eyri í landi Villinganess og við tekur 25 mínútna akstur á Bakkaflöt þar sem öllum er frjálst að fara í heita sturtu og flatmaga heitu pottunum.

Fyrir hverja ferð er tekið mið af veðurspá og vatnsmagni í ánni til að fyllsta öryggis sé gætt.
Leiðsögumenn okkar eru ýmist af erlendu bergi brotnir og heimamenn. Þeir hafa margra ára reynslu og uppfylla allar þær kröfur sem fyrirtækið setur um hæfni. Allir leiðsögumenn okkar hafa sótt námskeið við straumvatnsbjörgun.

Í hverjum bát eru 2-8 farþegar auk leiðsögumanns og ef einn bátur er á ferð fylgir annar leiðsögumaður á öryggiskajak.
Æskilegur klæðnaður undir blautbúninginn er flíspeysa eða ull (föðurland) og sundföt og handklæði.

Boðið er upp á flúðasiglingar frá 1. Maí til 25. September. Ráðlegt er að fólk sé ekki yfir 120 kg.

Á Bakkaflöt er veitingastaður, þar hægt að panta veitingar eftir ferðina.

BÓKA FERÐ

Get 10% discount off direct online bookings!

ER DAGSETNINGIN ÞÍN EKKI LAUS?

Ef að tíminn og dagsetningin sem þú leitar eftir er ekki laus, hafðu samband við okkur og við sjáum hvað við getum gert fyrir þig.

INNIFALIÐ

N

Blautbúningar

N

Öryggis -og annar búnaður

N

Rútuferð í og úr á

N

Aðgangur að heitum pottum

ÞÚ ÞARFT AÐ HAFA MEÐ ÞÉR:

N

Sundföt

N

Hlý innanundir föt

N

Handklæði

N

Föðurland (valkvætt - engan bómul)

Umsagnir á Trip Advisor

Við erum stolt af frábærri endurgjöf á Trip Advisor.
Það segir okkur að við erum að gera vel. Takk fyrir!