VELKOMIN Á

Austari
Jökulsá

Miðlar

Netfang

Bóka

núna

Staðsetning

Bakkaflöt, 560 Varmahlíð, Iceland

VELKOMIN Á

Austari
Jökulsá

Miðlar

Netfang

Bóka

núna

Staðsetning

Bakkaflöt, 560 Varmahlíð, Iceland

Erfiðleikastig

4 stig af 5.

Lengd ferðar

4-5 tímar

Aldurstakmark

18 ára

Brottfarir

Ferðir á Austari Jökulsá eru kl. 09:00 og 15:00

Hámarksþyngd

Hver einstaklingur má vera
hámark 110 kg

Verð

26500 kr.

UM AUSTARI – JÖKULSÁ

18 ára aldurstakmark

Ferðin hefst á undirbúningi í bátahúsinu á Bakkaflöt. Gestir klæðast viðeigandi búnaði og öll öryggisatriði eru yfirfarin. Búnaður: Blautbúningur, jakki, blautskór, björgunarvesti og hjálmur.

Þegar allir eru orðnir gallaðir tekur við 45 min akstur inn í Austurdal, að innsta bænum í dalnum, Skatastöðum, þar sem siglingin hefst. Þar fer leiðsögumaður vel yfir öll öryggisatriði.

Þegar allir eru klárir tekur við um 30 mínútna fyrirlestur hjá einum af leiðsögumönnum okkar um öryggisatriði.

Siglingin tekur 2,5-3,5 klst, fer allt eftir stærð hópa en þetta er um 16 km leið. Siglt er niður öflugar flúðir sem bera flestar nöfn sem fólk fær að heyra um í ferðinni. Gljúfrið er stórbrotið, djúpt og ægifagurt. Þetta er einstök upplifun sem þáttakendur geyma lengi í hjarta sér. Stoppað er við flúð sem kölluð er „Græna Herbergið“, þar fer einn bátur í gegn í einu og geta hinir fylgst með. Í lok ferðar er svo stoppað við Stökkklettinn sem er um 8 m hár. Siglingin endar á eyri í landi Villingness og þar á bakkanum er boðið uppá rjúkandi heita kjötsúpu. Við tekur svo 25 mín akstur heim á Bakkaflöt þar sem öllum er frjálst að fara í sturtu og heitu pottana.

Veitingastaður er æa Bakkaflöt og þar má gæða sér á veitingum eftir ferðina.

Fyrir hverja ferð er tekið mið af veðurspá og vatnsmagni í ánni til að fylgsta öryggis sé gætt.

Leiðsögumenn okkar eru ýmist af erlendu bergi brotnir og heimamenn. Þeir hafa margra ára reynslu og uppfylla allar þær kröfur sem fyrirtækið setur um hæfni. Allir leiðsögumenn okkar hafa sótt námskeið við straumvansbjörgun.

Í hverjum bát eru 2-6 farþegar auk leiðsögumanns, auk þess eru 1 – 2 leiðsögumenn á kajökum hverri ferð.

Æskilegur klæðnaður undir blautbúninginn er flíspeysa eða ull (föðurland) og sundföt og handklði.

Ferðin er í boði frá 15 júní til 25. September

Ráðlegt er að fólk sé ekki yfir 110 kg.

BÓKA FERÐ

Get 10% discount off direct online bookings!

ER DAGSETNINGIN ÞÍN EKKI LAUS?

Ef að tíminn og dagsetningin sem þú leitar eftir er ekki laus, hafðu samband við okkur og við sjáum hvað við getum gert fyrir þig.

INNIFALIÐ

N

Blautbúningur og allur búnaður

N

Rútuferð í og úr á

N

Aðgangur að heitum pottum

ÞÚ ÞARFT AÐ HAFA MEÐ ÞÉR:

N

Sundföt

N

Hlý innanundir föt

N

Handklæði

VALKVÆTT, EN VIÐ MÆLUM MEÐ:

N

Sundföt

Föðurland (valkvætt – engan bómul)
N

Hlýir sokkar

N

Sólarvörn

N

Myndavél

Umsagnir á Trip Advisor

Við erum stolt af frábærri endurgjöf á Trip Advisor.
Það segir okkur að við erum að gera vel. Takk fyrir!