River Rafting

Bakkaflöt er orðin eins konar miðstöð fyrir river rafting í Skagafirði en við höfum boðið upp á fljótasiglingar niður Austari Jökulsá og Vestari Jökulsá síðan árið 1993, fyrstu 6 árin í samstarfi við Bátafólkið. Svæðið er gríðarlega hentugt fyrir þessa afþreyingu og við bjóðum upp á ferðir fyrir alla aldurshópa fólks. Við höfum bætt aðstöðuna ár frá ári og bæði varðandi öryggisbúnað og aðgengi að og frá ánum.